VefTV: Aukaæfingarnar hafa skilað sínu hjá Pálínu í vetur
Átti stærstan þátt í sigri Keflavíkur á KR í fjórða úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfu.
Pálína Gunnlaugdóttir fór á kostum í fjórða úrslitaleik Keflavíkur og KR og átti stærstan þátt í sigri Keflavíkur sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fimmtánda sinn. Víkurfréttir tóku Pálínu tali eftir leik sem segir að aukaæfingarnar í skotum og líkamsræktinni hafi skilað sér.
„Við ætluðum okkur alltaf langt í vetur enda með sterkan hóp. Það skiptir máli að hafa breiðan bekk og það hefur skilað sér. Sjálf hef ég lagt hart að mér í lyftingasalnum og á auka skotæfingum. Þetta skilar sér allt saman,“ segir Pálína meðal annars í viðtalinu. Hún kemur líka inn á atvik sem kom upp í leiknum þegar Shannon McCallum fékk tæknivíti fyrir að brjóta illa á Pálínu.