VefTV: Ástrós Brynjarsdóttir íþróttamaður Reykjanesbæjar 2014
Annað árið í röð
Ástrós Brynjarsdóttir, var í dag valin Íþróttamaður Reykjanesbæjar árið 2014. Ástrós hlaut einnig verðlaunin í fyrra en hún var valin taekwondo kona Íslands árin 2012, 2013 og nú í ár. Hún náði mögnuðum árangri á árinu og er hún talin meðal fremstu iðkenda í íþrótt sinni á heimsvísu í hennar aldursflokki, en hún er einungis 15 ára gömul.
Ástrós sagði í samtali við Víkurfréttir að hún ætlaði sér stóra hluti á nýju ári en það sem stóð upp úr hjá henni á því liðna voru heimsmeistaramót sem hún keppti á í Tævan og í Mexíkó. Aðspurð um hvort hún hefði íhugað að æfa og keppa erlendis sagðis Ástrós hafa velt því fyrir sér en ekki tekið ákvörðun um hvort svo verði. Viðtal við Íþróttamann Reykjanesbæjar má sjá hér að neðan.