VefTV: Arnór aftur á skotskónum
Sjáðu markið hér
Arnór Ingvi Traustason heldur áfram að gera það gott í sænska fótboltanum en hann var á skotskónum annan leikinn í röð. Arnór skoraði eitt marka Norrköping gegn Elfsborg í 4-2 sigri. Arnór skoraði með skoti fyrir utan teig en boltinn breytti um stefnu af varnarmanni og sveif yfir markmanninn. Arnór lagði einnig upp mark í leiknum en helstu atriði og mörk má sjá í myndbandinu hér að neðan.