VefTV - Gummi Steinars: Rétti tímapunkturinn fyrir mig
Guðmundur Steinarsson gekk í dag formlega til liðs við Njarðvík og mun leika með liðinu í 2. deild karla í sumar. Guðmundur, sem er leikja- og markahæsti leikmaður í sögu Keflavíkur, hefur fært sig um set í Reykjanesbæ og mun leika í grænu á næstu leiktíð ásamt því að taka að sér stöðu aðstoðarþjálfara hjá Njarðvík.
„Ég hefði alveg getað spilað áfram í úrvalsdeild en mér fannst þetta vera rétti tímapunkturinn fyrir mig til að breyta til. Það er engin eftirsjá eða neitt slíkt. Mig langaði að gera þetta,“ segir Guðmundur.
„Það er ekki erfitt að kveðja Keflavík. Það verður vissulega skrýtið að sjá þá spila í sumar og vera ekki með þeim en þeir eru í öruggum höndum og það er haldið vel utan um hlutina og eiga marga mjög góða leikmenn. Það er ekki eins og það sé einhver risabiti að fara úr liðinu.“
Nánar má heyra í Guðmundi í myndbandinu hér að neðan.