Laugardagur 27. október 2007 kl. 16:04
Vef TV: Hörður fór á kostum í Ljónagryfjunni
Njarðvíkingar höfðu góðan 83-68 sigur á ÍR í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í gærkvöld þar sem Hörður Axel Vilhjálmsson fór á kostum. Víkurfréttir voru vitaskuld á staðnum og festu á myndband svakalegan stormsveip Harðar er hann skoraði 16 stig í röð fyrir Njarðvíkinga. Njarðvík og Keflavík mætast svo í stórleik á sunnudag en bæði lið eru á toppi deildarinnar með þrjá sigra í röð og því um stórleik að ræða eins og fyrr þegar þessir fornu fjendur mætast.
Í öðru myndbandinu eru svipmyndir frá leiknum í gær og hinu viðtöl við leikmenn og þjálfara að leik loknum. Hægt er að nálgast þessi tvö körfuboltamyndbönd í Vef TV Víkurfrétta eða með því að smella hér.
VF-Mynd/ [email protected]