Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Varnarjaxl til Njarðvíkinga
Miðvikudagur 14. september 2016 kl. 10:40

Varnarjaxl til Njarðvíkinga

Njarðvíkingar hafa samið við Bandaríkjamanninn Corbin Jackson, miðjherja frá háskólaliðinu, Florida Tech, til að leika með liðinu næstu keppnistíð. Kappinn er 24 ára og kemur beint úr skólanum í Bandaríkjunum.
Jackson er 2.01 metri á hæðvar í sömu deild og Elvar Már Friðriksson og var valinn varnarmaður deildarinnar 3 ár í röð.

Jackson er einnig iðinn við skorun því hann var stiga- og frákastahæsti leikmaður Florida Tech á síðasta tímabili með 20 stig og átta fráköstu að meðaltali í leik.
Njarðvíkingar ætla sér stóra hluti í vetur en þeir verða með tvo Bandaríkjamenn í liðinu. Stefan Bonneau er á leið til landsins en hann var frá alla síðustu leiktíð. Stefan sló í gegn tímabilið á undan og er frábær leikmaður.
Njarðvíkingar hafa verið að sanka að sér flinkum leikmönnum því fyrr í sumar fengu þeir Jóhann Árna Ólafsson heim aftur sem og þá Birni Kristjánsson frá KR og Jón Sverrisson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024