Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Varamaðurinn Jóhann með þrennu
Jóhann var á skotskónum í dag.
Laugardagur 1. febrúar 2014 kl. 15:47

Varamaðurinn Jóhann með þrennu

- Er Keflvíkingar tóku brons á Fótbolta.net mótinu

Keflvíkingar tryggðu sér þriðja sætið í Fótbolta.net mótinu með 5-2 sigri á Haukum í Reykjaneshöllinni í morgun. Staðan var 1-0 í hálfleik en í síðari hálfleik hrukku Keflvíkingar heldur betur í gang.

Keflvíkingar komust í 5-0 en Jóhann Birnir Guðmundsson gerði sér lítð fyrir og skoraði þrennu eftir að hafa komið inn sem varamaður. Hörður Sveinsson skoraði hin mörkin tvö fyrir Keflvíkinga. Haukar náðu svo að klóra í bakkann undir lokin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024