Vantar sjálfboðaliða í hreinsun á fótboltasvæði
- í Grindavík á morgun, 1. maí
Hreinsunardagur verður á fótboltasvæðinu í Grindavík á morgun, 1. maí nk. Sett verða upp auglýsingaskilti fyrir sumarið, þrifið og umhverfið fegrað til þess að gera allt klárt fyrir sumarið. Knattspyrnudeildin óskar eftir aðstoð bæjarbúa við tiltektina og eru allir stuðningsmenn Grindavíkurliðanna í öllum flokkum hvattir til þess að mæta í Gula húsið kl. 08:00 á morgun, föstudaginn 1. maí. Iðkendur í 3. flokki drengja og stúlkna mæta kl. 09:00.