Íþróttir

Vann til átta verðlauna á alþjóðlegu móti fatlaðra
Gabríel Ari (til vinstri).
Þriðjudagur 20. febrúar 2018 kl. 10:25

Vann til átta verðlauna á alþjóðlegu móti fatlaðra

- Byrjaði að æfa sund í september

Íþróttafélagið Nes fór með stóran hóp iðkenda og þjálfara til Malmö dagana 9-12. febrúar.  Þar fór fram sterkt alþjóðlegt mót fatlaðra sem haldið hefur verið árlega síðan 1977, sex iðkendur kepptu í sundi og unnu til margra verðlauna.

Gabríel Ari var sigurvegari mótsins í flokki yngri iðkenda, en hann vann alls til átta verðlauna, sex gull, eitt silfur og eitt brons, en þess má geta að Gabríel byrjaði að æfa sund í september og er þetta því frábær árangur.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

32 iðkendur kepptu í Boccia, einn í einstaklingskeppni og níu lið í liðakeppni.
Í heildina tóku 48 lið þátt í liðakeppni og var keppnin hörð nú sem fyrr, hvert lið spilaði fimm leiki á laugardeginum og komust sjö lið frá Nes í 32 liða úrslit.  Þrjú Nes lið sigruðu sína andstæðinga í 32 liða úrslitum og komust í 16 liða úrslit, þar féllu þau öll úr leik, þar af tvö með aðeins eins stigs mun.

Í það heila taldi hópurinn 60 manns þar af 38 iðkendur og 4 þjálfara, átján  aðstandendur og aðstoðarfólk var með í för en ekki er mögulegt að fara af stað með svona stóran hóp iðkenda nema með stuðningi og aðstoð.
Keppnisferðin var vel heppnuð og stóðu allir iðkendur sig vel og voru sjálfum sér og Nes til mikils sóma.