Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Vann gull, silfur og brons á Special Olympics
Þriðjudagur 16. október 2007 kl. 10:09

Vann gull, silfur og brons á Special Olympics

Sundkappinn Valur Freyr Ástuson var heldur betur sigursæll á Special Olympics leikunum í Sjanghæ sem fram fóru dagana 2. - 11. október. Hann vann til gull,- silfur og bronsverðlauna í sundi. Valur Freyr æfir með íþróttafélaginu Nes en þrír úr því félagi kepptu á leikunum.

Valur fékk gullverðlaunin fyrir 4x50m boðsund, silfurverðlaunin fyrir 50 metra bringusund og brons í 50 metra skriðsundi. Hann segir árangurinn að þakka góðum undirbúningi sem hófst með stífum æfingum í apríl og æfði hann fjórum sinnum í viku fram að móti.
Tveir aðrir Nesarar, þeir Ragnar Lárus Ólafsson og Jósep Daníelsson kepptu einnig á leikunum og gerðu það ágætt. Ragnar varð í 5. sæti í sínum flokki í golfi og Jósep var í 7. sæti í 400m hlaupi.

Special Olympics leikarnir eru mjög stórir í sniðum. Keppendur frá um 140 þjóðum voru mættir til leiks að þessu sinni. Frá Íslandi fóru 32 keppendur.

Mynd: Sjanghæ – fararnir frá v.: Ragnar Lárus, Valur Freyr og Jósep en þeir æfa með íþróttafélaginu Nesi. VF-mynd: elg.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024