Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Vann bikar á sínu fyrsta skíðamóti
Snorri Rafn William Davíðsson.
Þriðjudagur 29. apríl 2014 kl. 09:49

Vann bikar á sínu fyrsta skíðamóti

Varð í 4. sæti af 33 í stórsvigi.

„Það að búið vera langþráður draumur hans að vinna bikar á Andrésar Andar leikunum,“ segir Eva Dögg Sigurðardóttir, móðir Snorra Rafns Williams Davíðssonar, 6 ára skíðakappa úr Reykjanesbæ. Snorri Rafn varð í fjórða sæti í stórsvigi á Andrésar Andar leikunum á Akureyri um síðustu helgi og fékk bikar.

Veitt voru verðlaun fyrir 6 efstu sætin í hverjum aldursflokki vegna mikils fjölda keppenda en þeir voru yfir 700 alls. 33 kepptu í stórsvigi, lengflestir strákar sem hafa æft lengi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Snorri Rafn er í 1. bekk í Heiðarskóla en hann hefur stundað skíði frá tveggja ára aldri og byrjaði nú í vetur að æfa með Skíðadeild Ármanns. Hann hafði einungis farið á sex æfingar þegar hann tók þátt í mótinu á Akureyri. Fram að því hefur hann fengið góða leiðsögn frá móður sinni sem æfði á sínum yngri árum einnig með Ármanni. Æfingarnar hjá Ármanni eru þrisvar í viku og ekur fjölskyldan samtals einn og hálfan tíma til og frá höfuðborginni til þess að koma unga og efnilega skíðakappanum þangað.

„Snorri Rafn skemmti sér vel á Andrésar Andar leikunum og er hann staðráðinn í að vinna næstu leika en þá verða fertugustu leikarnir haldnir,“ segir stolt móðir, Eva Dögg.

Snorri Rafn við ráslínuna rétt áður en hann brunaði af stað.