Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Vandræðalaust hjá Keflvíkingum
Þriðjudagur 12. janúar 2016 kl. 21:28

Vandræðalaust hjá Keflvíkingum

Komnir í undanúrslit eftir sigur á UMFN-b

Það var allt í mesta bróðerni í Ljónagryfjunni í kvöld þegar b-lið Njarðvíkinga fékk topplið Domino's deildarinnar, Keflavík í heimsókn. Gestirnir áttu ekki í teljandi erfiðleikum með að klára leikinn en það sama verður ekki sagt um b-liðið þar sem leikformið var ekki alveg til staðar hjá flestum leikmönnum. Keflvíkingar höfðu 84:108 sigur en leiknum var í raun lokið strax í fyrsta leikhluta.

Leikmenn og áhorfendur skemmtu sér vel enda var léttleikinn í fyrirrúmi. Dóri Karls fékk m.a. salinn til þess að skella upp nokkrum sinnum úr með því að slá á létta strengi með dómurum leiksins. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar munu mæta Þór í undanúrslitum bikarsins en dregið var í dag. Sigurliðið úr þeim leik mætir svo KR eða Grindavík.

Tölfræðin úr leiknum