Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Vandræðagangur í Noregi
Föstudagur 22. september 2006 kl. 13:03

Vandræðagangur í Noregi

Gunnar Gunnarsson á Trúðnum varð að láta sér lynda annað sætið í heimsbikartorfærunni sem fram fór í Noregi um síðustu helgi. Það hvorki gekk né rak hjá Gunnari sem m.a. braut millikassa í bílnum og sleit bensíndælu í keppninni.

„Á laugardeginum átti ég bara tímabrautina eftir þegar stýrið datt úr sambandi, þetta var alveg skelfilegt. Þegar keppnin var hálfnuð var ég í 12. eða 13. sæti,“ sagði Gunnar sem náði 2. sætinu í mótinu með harðfylgi. „Á sunnudeginum fór bensíndæla hjá mér og lofthreinsari stíflaðist. Ég tek bara titilinn á næst ári ef allt gengur upp hjá mér,“ sagði Gunnar bjartsýnn en félagi hans, Gísli Gunnar Jónsson, varð heimsbikarmeistari í sérútbúnum flokki og Ragnar Róbertsson varð heimsbikarmeistari í götubíla flokki.

Þetta var fyrsta keppnisárið hjá Gunnari á nýjum og endurbættum bíl en Trúðurinn var t.d. léttur um 500kg og segist Gunnar ánægður með árangur tímabilsins í ljósi þess að vera á nýjum bíl og ætlar sér og Trúðnum stóra hluti á næsta ári.

[email protected]


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024