Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Miðvikudagur 17. nóvember 1999 kl. 22:54

VALUR SPÆLDI SIGGA BRÓÐUR!

Sauðkræklingar Vals Ingimundarsonar stöðvuðu sigurgöngu Keflvíkinga í Eggjabikarnum 80-69. Fyrsti titill norðanmanna í úrvalsdeild staðreynd. Með strigaskóna í anddyrinu stýrði Valur norðanmönnum framhjá stærstu skerjum landsins, Njarðvík og Keflavík, án þess að skráma sæist á fleyinu. Óþekktir stráklingar að norðan tóku þrautreynda landsliðsmenn okkar í nefið, innáskiptingar Vals voru einstaklega tímasettar og hvergi fundu ....víkingarnir úr Súlubænum glufu á leikskipulagi Tindastólsmanna. Úrslitaleikirnir í Eggjabikarnum 1999 voru ein stór niðurlæging fyrir Suðurnesin. Sigur Sauðkræklinga var ekki aðeins öruggur á leikvellinum heldur einnig í stúkunni og blaðamanni VF til efs að sameinaðir stuðningsmenn Suðurnesjaliðanna hefðu átt nokkuð í rauðan skarann frá Sauðarkróki sem, ásamt leikmönnum, sem fögnuðu gríðarlega fyrsta titli Sauðkræklinga í efstu deild körfuknattleiksins. Landsliðið stokkað upp? Sauðkræklingar Vals Ingimundarsonar sigruðu um síðustu helgi bæði Njarðvíkinga og Keflvíkinga nokkuð örugglega. Einhverjir norðanmanna hljóta að hafa skapað sjálfum sér nafn hjá landsliðsþjálfaranum Friðriki Rúnarssyni með frammistöðu sinni. Óþarfi er að minnast á að 9 landsliðsmenn eru í Suðurnesjaliðunum tveimur og enginn í liði norðanmanna. Undanúrslit Keflavík - Grindavík 64-63 Tindastóll - Njarðvík 76-62 úrslitaleikur Tindastóll - Keflavík 80-69 Hva´er a´ske? Þetta heyrðist oft í nágrenni blm. eftir ósigur Súlubyggðarliðanna gegn Tindastól um síðustu helgi. Skýringin er einföld. Þeir unnu slaginn um fráköstin 45-32 gegn Njarðvík og 38-29 gegn Keflavík, fyrstu loturnar í leikjunum 29-14 og 24-13, stöðvuðu þriggja stiga skotin 12-0 og 21-3 og bæði fengu fleiri vítu og nýttu þau betur (74% gegn 53% og 78% gegn 67%). Valur, Sverrir og Kiddi "Gunn" Eggjabikarmeistarar Þegar ekki viðrar vel hjá okkar liðum gleðjumst við með sigurvegurunum og montum okkur af heimamönnunum sem þar spila. Valur Ingimundar stýrði liðinu afar vel af bekknum og Keflvíkingarnir Kristinn Friðriksson og Sverrir Sverrisson léku lykilhlutverk í liði Tindastóls. „Blóðug barátta“ hjá Keflvíkingum og Brenton
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024