Valur Orri valinn í úrvalslið Scania Cup og UMFN varð í 3. sæti
Njarðvíkurdrengir í 10.flokki karla í körfubolta enduðu í 3.sæti á Scania Cup 2010 sem er árlegt mót yngri flokka í Svíþjóð. Valur Orri Valsson, einn leikmanna UMFN var valinn í úrvalslið mótsins sem nú var haldið í þrítugasta sinn.
Njarðvík tapaði gegn Solna 63-51 í undanúrslitum en það var hörkuleikur. Solna sigruðu á mótinu annað árið í röð. UMFN piltar náðu svo glæsilegum sigri gegn Djursholm í leik um bronsið 56-37 og frábær árangur (3.sætið) staðreynd. Fram að undanúrslitaleiknum höfðu Njarðvíkurpiltar unnið alla sína leiki.
Hér má sjá ítarlegri pistil frá tveimur lokaleikjunum á heimasíðu Njarðvíkur.
VF-mynd: Valur Orri var valinn í 5 manna úrvalslið mótsins.