Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Valur Orri til Keflavíkur
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 25. febrúar 2020 kl. 09:55

Valur Orri til Keflavíkur

Keflvíkingar eru að fá veglegan liðsstyrk í Domino’s deildinni í körfubolta en Valur Valsson er á leiðinni heim eftir þriggja og hálfs árs fjarveru en hann lék með Florida Tech í bandaríska háskólakörfuboltanum.

Valur Orri lék með Keflavík árin 2012 til 2016 og skoraði 12,6 stig að meðaltali í leik í úrvalsdeildinni leiktíðina 2015-2016. Valur lék í nokkrum yngri flokkum í Njarðvík en faðir hans, Valur Ingimundarson, var einn besti leikmaður landsins og lék nær allan sinn feril með Njarðvík. Valur yngri er hins vegar harður Keflvíkingur og að sögn móður hans sem VF heyrði í, er strákurinn spenntur að koma og leika með Keflavík í Domino's deildinni. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Valur verður að öllum líkindum í leikmannahópi Keflavíkur gegn Haukum á sunnudag. Hann leikur sinn síðasta leik með skólanum í Bandaríkjunum í vikunni og heldur svo heim á leið.

Valur í leik með Keflavík gegn Stjörunni fyrir nokkrum árum.