Valur Orri og Maciej Baginski í úrvalsliði NM í körfubolta
Norðurlandamótinu í körfubolta ungmenna lauk í dag en Íslendingar náðu í tvenn silfurverðlaun á mótinu. Tveir leikmenn af Suðurnesjum voru valdir í úrvalslið mótsins en héðan voru fjölmargir fulltrúar á mótinu. Valur Orri Valsson sem nýlega gekk til liðs við Keflvíkinga var valinn í úrvalslið U-18 ára liðsins og Maciej Baginski úr Njarðvík var í úrvalsliði 16 ára og yngri en Maciej var einnig valinn maður úrslitaleiksins gegn Finnum.
Myndir: kki.is