Valur Ingimundarson: „Sætur sigur“
Keflvíkingum misfórst í gær að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Intersport-deildinni í körfuknattleik er þeir töpuðu í Borgarnesi gegn heimamönnum 87-83. Það var því Valur Ingimundarson, þjálfari Skallagríms, sem sigraði í bræðrabyltunni að þessu sinni. Snæfellingar eiga því enn möguleika á því að verða deildarmeistarar en þeir sigruðu Fjölni 95-84 í gær. Keflavík er þó enn á toppi deildarinnar með 32 stig en Snæfellingar eru með 30.
Skallagrímur hóf leikinn af krafti og á tíma áttu Keflvíkingar í mesta basli með George Byrd í liði heimamanna sem skoraði 23 stig í leiknum ásamt því að taka 23 fráköst. Liðin skiptust á forystunni og fóru heimamenn með tveggja stiga forskot til leikhlés, 45-43.
Í seinni hálfleik var hið sama uppi á teningnum þar sem liðin skiptust á forystunni en gæfumuninn gerði Jovan nokkur Zdravevski sem skoraði 26 stig í leiknum og spilaði góða vörn á Nick Bradford. Staðan í upphafi 4. leikhluta var 68-65 fyrir Skallagrím en leikar enduðu eins og áður getur 87-83 í spennandi leik.
Anthony Glover var stigahæstur í liði Keflavíkur en hann gerði 15 stig og tók 16 fráköst.
„Við vorum ekki að leika vel í gær og þeir spiluðu bara af meiri krafti og tóku betri ákvarðanir í lokin,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, í samtali við Víkurfréttir.
Valur bróðir Sigurðar var öllu hressari en telur þó að Keflvíkingar eigi það skilið að verða deildarmeistarar. „Þetta var sætur sigur í leik sem var skemmtilegur fyrir áhorfendur þrátt fyrir köflóttan leik liðanna. Engu að síður var þetta sanngjarn sigur. Ég vona að Keflvíkingar klári dæmið og taki deildarmeistaratitilinn því þeir eiga hann skilið, þeir hafa staðið sig vel og maður gerði kannski frekar ráð fyrir því að Njarðvík eða Snæfell yrðu deildarmeistarar því Keflavík er búið að standa í ströngu í vetur í Evrópukeppninni,“ sagði Valur sem var sigrinum feginn á marga vegu. „Með því að sigra í leiknum þá lendum við ekki á móti Keflavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar því það er það síðasta sem við viljum,“ sagði Valur að lokum.
Tölfræði leiksins
Staðan í deildinni
VF-mynd/úr safni
Skallagrímur hóf leikinn af krafti og á tíma áttu Keflvíkingar í mesta basli með George Byrd í liði heimamanna sem skoraði 23 stig í leiknum ásamt því að taka 23 fráköst. Liðin skiptust á forystunni og fóru heimamenn með tveggja stiga forskot til leikhlés, 45-43.
Í seinni hálfleik var hið sama uppi á teningnum þar sem liðin skiptust á forystunni en gæfumuninn gerði Jovan nokkur Zdravevski sem skoraði 26 stig í leiknum og spilaði góða vörn á Nick Bradford. Staðan í upphafi 4. leikhluta var 68-65 fyrir Skallagrím en leikar enduðu eins og áður getur 87-83 í spennandi leik.
Anthony Glover var stigahæstur í liði Keflavíkur en hann gerði 15 stig og tók 16 fráköst.
„Við vorum ekki að leika vel í gær og þeir spiluðu bara af meiri krafti og tóku betri ákvarðanir í lokin,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, í samtali við Víkurfréttir.
Valur bróðir Sigurðar var öllu hressari en telur þó að Keflvíkingar eigi það skilið að verða deildarmeistarar. „Þetta var sætur sigur í leik sem var skemmtilegur fyrir áhorfendur þrátt fyrir köflóttan leik liðanna. Engu að síður var þetta sanngjarn sigur. Ég vona að Keflvíkingar klári dæmið og taki deildarmeistaratitilinn því þeir eiga hann skilið, þeir hafa staðið sig vel og maður gerði kannski frekar ráð fyrir því að Njarðvík eða Snæfell yrðu deildarmeistarar því Keflavík er búið að standa í ströngu í vetur í Evrópukeppninni,“ sagði Valur sem var sigrinum feginn á marga vegu. „Með því að sigra í leiknum þá lendum við ekki á móti Keflavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar því það er það síðasta sem við viljum,“ sagði Valur að lokum.
Tölfræði leiksins
Staðan í deildinni
VF-mynd/úr safni