Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Valur á toppinn: Hrakfarir Keflavíkur halda áfram
Sunnudagur 23. september 2007 kl. 19:37

Valur á toppinn: Hrakfarir Keflavíkur halda áfram

Valsmenn eru komnir á topp Landsbankadeildar karla í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á FH í Kaplakrika í sautjándu og næstsíðustu umferð deildarinnar. Keflavík fékk kennslustund á Fylkisvelli í Árbænum þegar heimamenn höfðu 4-0 sigur.

 

Aðeins ein umfer er eftir í Landsbankadeildinni og þá ræðst það hvort FH eða Valur verði Íslandsmeistari. Keflvíkingar eiga það ekki á hættu að falla þar sem þeir hafa 20 stig en Víkingur hefur 14 stig á botni deildarinnar.

 

Fylkismenn komust snemma á bragðið í dag þar sem dæmt var vítaspyrna á Keflavík á 2. mínútu leiksins og skoraði Peter Gravesen örugglega úr henni. Bjarki Guðmundsson, markvörður Keflavíkur, valdi rétt horn en spyrnan var góð og náði Bjarki ekki til boltans. Maður leiksins í Árbænum var vafalítið Albert Brynjar Ingason sem gerði síðan næstu þrjú mörk Fylkismanna sem hafa nú 28 stig í 4. sæti deildarinnar.

 

Í Kaplakrika komust Valsmenn á toppinn með 2-0 sigri á Íslandsmeisturum FH þar sem þeir Helgi Sigurðsson og Baldur Ingimar Aðalsteinsson gerðu mörkin.

 

VF-Mynd/ [email protected]Bjarki Guðmundsson markvörður í baráttunni í Árbænum fyrr í dag.

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024