Valsmót á næstu grösum
Hið árlega Valsmót í körfuknattleik fer fram dagana 25. – 28. ágúst. 10 úrvalsdeildarlið munu taka þátt í mótinu ásamt gestgjöfunum sem leika í 1. deild og Breiðablik sem einnig leikur í 1. deild.
Leikjaniðurröðun er ekki tilbúin sem stendur en mótið verður með hraðmótssniði. Njarðvík, Keflavík og Grindavík munu taka þátt í mótinu.
VF-mynd/ frá leik Njarðvíkinga og Keflvíkinga á síðustu leiktíð.