HS Veitur
HS Veitur

Íþróttir

Valsmenn í heimsókn
Sunnudagur 26. ágúst 2007 kl. 12:56

Valsmenn í heimsókn

Heil umferð fer fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í dag og verða það Valsmenn sem koma í heimsókn á Keflavíkurvöll kl. 18:00. Síðast þegar liðin mættust í deildinni skildu þau jöfn 2-2.

 

Valur er í 2. sæti deildarinnar með 25 stig en Keflavík situr í 6. sæti með 18 stig.

 

Keflavík og Valur hafa leikið 80 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1958 þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli.  Þess má geta að Sigurður Albertsson skoraði mark Keflavíkur í þeim leik. Keflavík hefur unnið 25 leikjanna, Valur hefur hins vegar sigrað 31 sinni en 24 leikjum hefur lokið með jafntefli. 

 

 

 

 

 

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025