Valsmenn í heimsókn
Heil umferð fer fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í dag og verða það Valsmenn sem koma í heimsókn á Keflavíkurvöll kl. 18:00. Síðast þegar liðin mættust í deildinni skildu þau jöfn 2-2.
Valur er í 2. sæti deildarinnar með 25 stig en Keflavík situr í 6. sæti með 18 stig.
Keflavík og Valur hafa leikið 80 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1958 þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli. Þess má geta að Sigurður Albertsson skoraði mark Keflavíkur í þeim leik. Keflavík hefur unnið 25 leikjanna, Valur hefur hins vegar sigrað 31 sinni en 24 leikjum hefur lokið með jafntefli.