Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Valsmenn höfðu sigur í Keflavík
Sigurmark Valsmanna kom rétt fyrir leikslok.
Sunnudagur 27. júlí 2014 kl. 21:34

Valsmenn höfðu sigur í Keflavík

- Sigurmark gestanna kom í blálokin

Keflvíkingar töpuðu 1-2 gegn Valsmönnum á heimavelli sínum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu fyrr í kvöld. Valsmenn voru betri aðilinn í leiknum og uppskáru sigur með marki fjórum mínútum fyrir leikslok.

Keflvíkingar lentu undir í lok síðari hálfleiks en þá skoraði Patrick Pedersen mark eftir hornspyrnu. Valsmenn með forystu 0-1 í hálfleik. Gestirnir voru talsvert meira með boltann en náðu ekki að skapa sér hættuleg marktækifæri. Einar Orri Einarsson jafnaði leikinn fyrir Keflvíkinga með góðu skoti upp í hægra hornið. Glæsilegt mark hjá miðjumanninum á 71. mínútu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jafnræði var með liðunum eftir jöfnunarmarkið og allt útlit fyrir að jafntefli yrði niðurstaðan. Valsmenn komust svo í góða sókn undir lok leiksins þar sem Daði Bergsson komst einn gegn Jonas í markinu og vippaði yfir öxlina á honum. Það reyndist sigurmark leiksins. Keflvíkingar hafa ekki fagnað sigri í síðustu fjórum leikjum og sitja núna sjötta sæti deildarinnar á eftir Valsmönnum.

Einar Orri fagnar marki sínu vel og innilega.