Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Valskonur mæta í Röstina
Miðvikudagur 24. október 2007 kl. 09:16

Valskonur mæta í Röstina

Þrír leikir fara fram í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Tveir leikjanna hefjast kl. 19:15 en sá þriðji kl. 20:00. Í Grindavík taka þær gulu á móti Val en Haukar fá Fjölni í heimsókn og nýliðar KR taka á móti Hamri kl. 20:00.

 

Grindavíkurkonur eru á toppi deilarinnar ásamt Keflavík og Haukum en þessi þrjú lið hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni. Sjö lið prýða Iceland Express deildina í kvennaflokki í ár og því situr eitt lið hjá í hverri umferð og að þessu sinni eru það Keflavíkurkonur sem sitja hjá.

 

Næsti leikur Keflavíkur í deildinni verður nágrannaslagur þeirra og Grindavíkur og fer hann fram í Sláturhúsinu við Sunnubraut þann 31. október.

 

Staðan í deildinni

 

VF-Mynd/ [email protected] - Joanna Skiba í leik gegn Hamri fyrir skemmstu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024