Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Vallarmetið jafnað á fyrsta degi í Leirunni
Fimmtudagur 21. júlí 2011 kl. 15:09

Vallarmetið jafnað á fyrsta degi í Leirunni

Axel Bóasson, úr Golfklúbbnum Keili, hefur tekið forystuna í Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Hólmsvelli í Leirunni um helgina. Hann lék á 65 höggum í dag eða sjö höggum undir pari. Hann jafnar þar með tíu ára gamalt vallarmet sem Gunnar Þór Jóhannssyni úr GS setti árið 2001.

Axel hefði hæglega getað bætt vallarmetið því hann missti stutt pútt fyrir fugli á 18. holunni eftir frábært vipp. Axel var ekki langt frá því að fara ofaní fyrir erni en staðnæmdist tæpum metra frá holu. Hann setti boltann hins vegar ákveðið í holubrúnina og missti þar með af tækifærinu á að eiga einn vallarmetið á Hólmsvelli í Leiru.

Axel er einn í forystu þegar þetta er skrifað en Kristján Þór Einarsson úr GKj er annar á fjórum höggum undir pari eftir 15 holur. Fjórir kylfingar hafa lokið leik undir pari í dag. Axel tapaði ekki höggi í dag og fékk sjö fugla.

Nánar má lesa um mótið á Kylfingur.is.

Myndir/Kylfingur.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024