UTPA tapar sjöunda leiknum í röð
María Ben Erlingsdóttir og félagar í bandaríska háskólakörfuboltaliðinu UTPA gerðu ekki góða för til New Jersey í nótt er UTPA lá 65-56 gegn New Jersey Institute of Technology. María Ben lét vel að sér kveða í leiknum en það dugði ekki til fyrir UTPA sem í nótt tapaði sínum sjöunda leik í röð.
María gerði 12 stig í leiknum á 23 mínútum en hún var í byrjunarliði UTPA. Þá tók María einnig 5 fráköst og var með eina stoðsendingu. María setti niður öll 8 víti sín í leiknum og hitti úr 2 af 5 teigskotum sínum.
VF-Mynd/ Úr safni - María ásamt Daniell liðsfélaga sínum í UTPA.