Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Útlitið svart hjá Suðurnesjaliðunum
Mánudagur 18. ágúst 2014 kl. 10:11

Útlitið svart hjá Suðurnesjaliðunum

Njarðvíkingar og Sandgerðingar á botninum í 2. deild

Staðan er fremur slæm hjá Suðurnesjaliðunum Njarðvík og Reyni sem leika í 2. deild karla í knattspyrnu. Liðin sitja á botni deildarinnar og útlit fyrir að annað, eða bæði liðin muni falla í 3. deild í haust. Bæði lið töpuðu leikjum sínum um helgina. Njarðvíkingar töpuðu fyrir toppliðinu Fjarðarbyggð fyrir austan 3-0, á meðan töpuðu Sandgerðingar líka 0-3 á heimavelli sínum gegn Sindramönnum.

Staðan í deildinni hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024