Útlendingamálin leyst hjá Keflvíkingum
Keflvíkingar hafa klárað sín leikmannamál í Domino's deild karla í körfubolta, en fyrrum leikmaður North Carolina háskólans, William Graves, er mættur til landsins og mun leika með liðinu í vetur. Auk þess að leika með þessum þekkta skóla hefur hann spilað í efstu deild í Japan og Argentínu. Graves er tæplega 2 metrar á hæð og um 110 kg og leikur sem framherji.
Fyrr í haust var Titus Rubles synjað um landvistarleyfi á Íslandi, vegna þess að hann hafði verið tekinn með kannabisefni í heimalandi sínu. Keflvíkingar þurftu því að leita annað og hafa nú fundið sinn mann.