Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Útisigur hjá Keflvíkingum í fyrsta leik Kristjáns
Hörður Sveinsson skoraði fyrsta mark leiksins gegn ÍA í dag.
Mánudagur 24. júní 2013 kl. 23:36

Útisigur hjá Keflvíkingum í fyrsta leik Kristjáns

Keflvíkingar unnu góðan útisigur gegn ÍA á Akranesi í kvöld í Pepsi-deild karla, 2-3. Magnús Þór Magnússon skoraði sigurmark Keflvíkinga þegar skammt var eftir af leiknum en Hörður Sveinsson og Arnór Ingvi Traustason höfðu komið Keflavík í 2-0 snemma leiks.

Þetta var fyrsti leikur liðsins undir Kristjáns Guðmundssonar sem tók við liðinu í síðustu. Keflvíkingar byrjuðu leikinn frábærlega og komust í 0-2 eftir aðeins 16 mínútna leik. Skagamenn komu tilbaka með mörkum frá Ármanni Smára Björnssyni og Jóhannesi Karli Guðjónssyni. Markið hjá Jóhannesi var sérlega glæsilegt, beint úr aukaspyrnu af um 35 metra færi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Með sigrinum fer Keflavík upp í sjö stig úr fyrstu átta leikjunum í deildinni. Liðið er í 8. sæti og er þetta annar sigurleikur liðsins í sumar. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Þór Akureyri á sunnudag.