Útileikir hjá Njarðvík og Grindavík í kvöld
Fjórir leikir eru á dagskrá í Iceland Express deild karla í kvöld þar sem Suðurnesjaliðin Njarðvík og Grindavík eiga bæði útileiki. Njarðvík mætir Stjörnunni í Ásgarði og Grindavík heldur í Borgarnes og mætir þar Skallagrím. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15.
Grindavík getur í kvöld með sigri jafnað KR í 2. sæti deildarinnar en KR hefur 26 stig í 2. sæti en Grindavík 24 í 3. sæti. Njarðvíkingar eiga harma að hefna gegn nýliðum Stjörnunnar sem fyrr á leiktíðinni komu verulega á óvart og sóttu sigur í Ljónagryfjuna.
Aðrir leikir kvöldsins:
Tindastóll-Snæfell
Hamar-Þór Akureyri
VF-Mynd/ [email protected] - Páll Axel og félagar í Grindavík halda í Borgarnes í dag.