Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Úti er ævintýri
Myndir Bára Dröfn Kristinsdóttir.
Föstudagur 15. apríl 2016 kl. 20:52

Úti er ævintýri

Njarðvíkingar steinlágu í Vesturbænum

Njarðvíkingar vilja helst gleyma körfuboltaleiknum sem fram fór í Vesturbænum í kvöld sem fyrst, þar sem KR-ingar völtuðu yfir Suðurnesjapilta 92-64 í oddaleik um sæti í úrslitunum gegn Haukum. KR sýndi af hverju þeir eru meistarar síðustu tveggja ára með hreinlega yfirburðar frammistöðu. Leikur þeirra var þrælskipulaður og gekk mest allt upp hjá heimamönnum á meðan Njarðvíkingar virkuðu hálf bugaðir. Ótrúlegri rimmu lokið með 3-2 sigri og það annað árið í röð.

Njarðvíkingar voru ekki klárir í svona stóran leik og svo virtist sem að þeir væru frekar þreyttir eftir átökin að undanförnu. Þeir hafa átt ótrúlega leiki í úrslitakeppninni en nú virtist sem síðustu droparnir væru að leka af tanknum. Engin endurkoma í boði í kvöld eins og oft áður. Ótrúlega elja og barátta sem hefur einkennt liðið var ekki til staðar í dag og skotin voru ekki að detta. Grænir áttu engin svör við Craion í teignum og alltaf var opin skytta fyrir utan hjá KR sem setti skotið niður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sérstaklega ber að hrósa áhorfendum Njarðvíkinga sem hafa átt magnaða úrslitakeppni. Þeir studdu við bakið á sínum mönnum allt til loka og sýndu að þeir hafa verið bestu stuðningsmenn landsins í úrslitakeppninni. Logi Gunnarson hafði orð á því í lok leiks að nokkrir leikir hefðu unnist í úrslitakeppninni vegna þeirra.

KR-Njarðvík 92-64 (22-17, 25-16, 29-12, 16-19)

Njarðvík: Jeremy Martez Atkinson 22/14 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 13/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 10, Logi  Gunnarsson 8, Oddur Rúnar Kristjánsson 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Snjólfur Marel Stefánsson 2, Maciej Stanislav Baginski 2, Adam Eiður Ásgeirsson 2, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0, Oddur Birnir Pétursson 0, Hjörtur Hrafn Einarsson 0.

KR: Michael Craion 20/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 16/7 fráköst, Darri Hilmarsson 13/8 fráköst, Helgi Már Magnússon 12/7 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 8, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 7, Björn Kristjánsson 6/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 6/5 fráköst/8 stoðsendingar, Vilhjálmur Kári Jensson 3, Jón Hrafn Baldvinsson 1, Ólafur Þorri Sigurjónsson 0, Arnór Hermannsson 0.

Myndir/ Bára Dröfn Kristinsdóttir.