Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Úrvalsdeildirnar í körfu verða Bónusdeildirnar
Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður KKÍ, Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, og Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 15. júlí 2024 kl. 09:55

Úrvalsdeildirnar í körfu verða Bónusdeildirnar

Körfuknattleikssamband Íslands og Bónus hafa gert samstarfssamning sín á milli og verður Bónus einn af aðalsamstarfsaðilum KKÍ. Úrvalsdeildir karla og kvenna munu nú bera nafn Bónus, Bónusdeildin, en einnig mun Bónus styðja við landsliðs- og afreksstarf KKÍ.

Markmið samstarfs KKÍ og Bónus er að gera sýnileika Bónus sem mestan í körfuknattleik á Íslandi og hvetja almenning að versla heilsusamlegar vörur. Sérstök áhersla verður á ávexti og grænmeti ásamt öðrum vörum í Bónus og þannig efla lýðheilsu landsmanna enn frekar og mun Bónus því koma með ferska sýn inn í starfsemi KKÍ og körfuboltans á Íslandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

KKÍ þakkar Subway fyrir gott og öflugt samstarf á meðan úrvalsdeildirnar báru nafn Subway undanfarin ár.

Fyrsti leikur í Bónusdeild kvenna á næsta keppnistímabii hefst 1. október og fyrsti leikur í Bónusdeild karla 3. október.


Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá KKÍ