Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Úrtakshópar yngri landsliða
Fimmtudagur 14. febrúar 2008 kl. 14:55

Úrtakshópar yngri landsliða

Þrír drengir af Suðurnesjunum voru valdir í úrtakshóp U-16 í knattspyrnu sem mætir úrvalsliði frá Norska fylkinu Møre og Romsdal í æfingaleikjum í vikunni en það verður leikið í Egilshöll í dag og í Kórnum á laugardag. Í hópnum eru þeir Arnór Ingvi Traustason úr Njarðvík, Óttar Nordfjörd úr Njarðvík, Lukas Malesa úr Keflavík og Ásgrímur Rúnarsson Keflavík.

 

Fjórar stúlkur af Suðurnesjunum voru valdar í úrtakshópi í U-17 í knattspyrnu sem mætir úrvalsliði frá Norska fylkinu Møre og Romsdal í vikunni en það verður leikið í Egilshöll í dag og í Kórnum á föstudag. Í hópnum eru þær Sandra Ýr Grétarsdóttir úr Grindavík, Sara Hrund Helgadóttir úr Grindavík, Silvía Sigurgeirsdóttir úr Víði og Sigurrós Eir Guðmundsdóttir úr Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024