Úrslitin í Powerade-bikarnum í dag
Í dag fara fram úrslitin í Powerade-bikaranum í bæði karla- og kvennaflokki. Kl 14:00 mætast Íslandsmeistarar Keflavíkur og KR í úrslitum í kvennaflokki. Keflavík vann Hauka í undanúrslitum, en KR hafði betur gegn Grindavík.
KR er líka með fulltrúa í karlaflokki og þeir mæta Grindvíkingum í úrslitum. Bæði lið unnu góða sigra í undanúrslitum. KR vann góðan sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur og Grindavík hafði betur í spennuleik gegn Snæfelli. Karlaleikurinn hefst kl. 16:30.
VF-MYND/JBÓ: TaKesha Watson verður í eldlínunni með Keflavík í dag.