Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 26. mars 2008 kl. 15:30

Úrslitin í kvennaflokki hefjast á sunnudag

Breytingar hafa verið gerðar á niðurröðun úrslita í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik. Úrslitarimman millum Keflavíkur og KR mun hefjast á sunnudag í Toyotahöllinni í Keflavík og hefst fyrsti leikur liðanna kl. 16:00. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir árekstra við úrslitakeppni Iceland Express deildar karla.
 
Leikjaniðurröðun úrslitanna verður því eftirfarandi:
 
Úrslit
 
Sunnudagur 30. mars kl. 16:00
Keflavík-KR
 
Þriðjudagur 1. apríl kl. 19:15
KR-Keflavík
 
Föstudagur 4. apríl kl. 19:15
Keflavík-KR
 
Sunnudagur 6. apríl kl. 16:00
KR-Keflavík (ef með þarf)
 
Þriðjudagur 8. apríl kl. 19:15
Keflavík-KR (ef með þarf)
 
Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024