Úrslitin hefjast í dag
Fyrsti leikur í úrslitaeinvígi Hauka og Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna fer fram í dag. Leikurinn er að Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst kl. 13:30. Það lið sem er fyrra til að vinna þrjá leiki verður Íslandsmeistari.
Keflavíkurkonur eiga titil að verja en Haukakonur eru deildarmeistarar og hafa leikið Keflavík grátt í vetur en eftir rimmu Grindavíkur og Keflavíkur er ekki ósennilegt að Keflavík hafi fundið Íslandsmeistaraformið á nýjan leik. Það má því búast við skemmtilegri rimmu milli tveggja sterkra liða.
Keflavíkurkonur eiga titil að verja en Haukakonur eru deildarmeistarar og hafa leikið Keflavík grátt í vetur en eftir rimmu Grindavíkur og Keflavíkur er ekki ósennilegt að Keflavík hafi fundið Íslandsmeistaraformið á nýjan leik. Það má því búast við skemmtilegri rimmu milli tveggja sterkra liða.