Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 5. apríl 2003 kl. 10:30

Úrslitin hefjast í dag

Fyrsti leikur Grindavíkur og Keflavíkur í úrslitum Intersport-deildarinnar í körfuknattleik er í dag í Röstinni í Grindavík. Má búast við rífandi stemningu á leiknum enda eru leikir þessara liða jafnan stórskemmtilegir og mikið um sóknartilburði. Leikurinn hefst kl. 16:00 og verður fólk eflaust að mæta tímanlega ætli það sér góð sæti.Leikir þessara liða í vetur hafa verið stórskemmtilegir. Grindavík hefur yfirhöndina, vann báða leikina í deildinni en Keflavík vann í úrslitum Kjörísbikarsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024