Úrslitastund í Skólahreysti
Úrslitin í Skólahreysti fara fram á morgun, fimmtudaginn 26. apríl í Laugardalshöll. Suðurnesjaskólarnir hafa verið öflugir í þessari vinsælu keppni grunnskóla landins þar sem reynir á hreysti og snerpu keppenda.
Að þessu sinni eru tveir skólar frá Reykjanesbæ í 12 liða úrslitum en það eru Heiðarskóli og Holtaskóli. Heiðarskóli sigraði keppnina árið 2009 en í fyrra hrósaði Holtaskóli sigri. Það verður að teljast ansi góður árangur en um 110 skólar taka jafnan þátt í keppninni.
Keppnin verður í beinni útsendingu á Rúv klukkan 20:00 en nánar er fjallað um keppnina í Víkurfréttum sem koma út á morgun.
Fyrir hönd Heiðarskóla í ár keppa þau: Leonard Sigurðsson, Anton Freyr Hauksson, Irena Sól Jónsdóttir og Birta Dröfn Jónsdóttir.
Fyrir hönd Holtaskóla: Patrekur Friðriksson, Guðmundur Ólafsson, Sólný Sif Jóhannsdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir.
Mynd úr safni.