Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Úrslitastund hjá Reyni og Víði í kvöld
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 09:37

Úrslitastund hjá Reyni og Víði í kvöld

Reynir og Víðir leika á heimavelli í úrslitakeppni 3. deildar karla í knattspyrnu í kvöld.

Reynir tekur á móti Hvöt á Sandgerðisvelli og Víðir fær Sindra í heimsókn. Leikirnir hefjast kl. 17.30.

Staða liðanna fyrir leikina er góð því Reynir vann fyrri leikinn, 1-2, og Víðir gerði jafntefli 1-1 á heimavelli Sindra.

Til að fá sem flesta á völlinn hefur verið brugðið á það ráð að hafa frítt á völlinn í Garði. Er það Kaupfélag Suðurnesja sem styrkir það átak.

Mynd úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024