Miðvikudagur 3. maí 2006 kl. 11:09
Úrslitaleikurinn í kvöld
Keflavík og FH mætast í úrslitaleik deildarbikarsins í knattspyrnu í kvöld kl. 20:00 á Stjörnuvelli í Garðabæ. FH hefur tvívegis sigrað í keppninni, árin 2002 og 2004 en Keflvíkingar hafa einu sinni áður leikið til úrslita og það var árið 2003 og þá biðu þeir ósigur eftir vítaspyrnukeppni gegn ÍA.