Úrslitaleikur í Keflavík í kvöld
Síðasta umferðin í venjulegri deildarkeppni í Iceland Express deild kvenna fer fram í kvöld og að umferðinni lokinni verður deildinni skipt upp í A og B riðil. Keflavík og Haukar munu leika hreinan úrslitaleik um fjórða og síðasta sætið í A-riðli en Haukar þurfa að vinna leikinn með tveggja stiga mun eða meira til að komast í A-riðil.
Allir leikirnir í síðustu umferð IE kvenna í kvöld hefjast kl. 19:15 en riðlarnir eru alveg ljósir ef frá er talin úrslitaviðureign Keflavíkur og Hauka í kvöld. Keflvíkingar gerðu í fyrri umferðinni góða ferð á Ásvelli og lögðu Hauka með eins stigs mun og því þurfa Haukar helst að vinna leikinn í kvöld með 2 stigum eða meira til að ná innbyrðisviðureigninni í sínar hendur.
Aðrir leikir kvöldsins í IE kvenna:
Hamar-Snæfell
Valur-KR
Njarðvík-Grindavík
Frétt af www.karfan.is