Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Úrslitakeppnin: Keflavík og Njarðvík leika í dag
Stjörnumenn komu flestum á óvart með sigri í Keflavík.
Mánudagur 24. mars 2014 kl. 09:14

Úrslitakeppnin: Keflavík og Njarðvík leika í dag

Úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta heldur áfram í kvöld með tveimur leikjum. Keflvíkingar fara í Garðabæ og mæta Stjönumönnum Teits Örlygssonar, en Garðbæingar leiða 1-0 í rimmu liðanna eftir sigur í TM-höllinni á dögunum. Sigurinn kom flestum á óvart en Keflvíkingar mæta líklega ákveðnir til leiks í kvöld með Andy Johnston við stjórnvölin í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 sport.

Njarðvíkingar fara í Hafnarfjörð þar sem Haukar freista þess að jafna rimmu liðanna, en staðan er 1-0 Njarðvík í vil. Fyrri leikur liðanna var mjög spennandi þar sem Njarðvíkingar reyndust sterkari undir lokin. Þeir grænu vilja sjálfsagt láta kné fylgja kviði og ná sér í 2-0 forystu svo hugsanlega megi klára dæmið í næsta heimaleik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024