Úrslitakeppni í Futsal um helgina

Keflavík keppa í 8 liða úrslitum í Futsal á morgun en þeir eiga titil að verja. Þeir mæta Aftureldingu/Hvíti og fer leikurinn fram í íþróttahúsinu í Garði kl. 18:00.
Undanúrslit og úrslit verða leikin á Álftanesi en leikirnir eru sem hér segir:
8 liða úrslit
1. Fös. 17. des. 	17:30	ÍBV – Leiknir/KB                     			Staður: Álftanes
2. Fös. 17. des.	18:00 	Keflavík – Afturelding/Hvíti     Staður: Garður
3. Fös. 17. des.	19:30	Fjölnir – Grundarfjörður	         	Staður: Garður
4. Fös. 17. des.	20:30	Víkingur Ó. – Dalvík/Reynir	  	Staður: Ásvellir
Undanúrslit
Lau. 18. des.	14:30	leikur 3 – leikur 1                        	Staður: Álftanes
Lau. 18. des.	16:00	leikur 4 – leikur 2                        	Staður: Álftanes
Úrslitaleikur
Sun. 19. des. 	15:15	Úrslitaleikur                                		Staður: Álftanes
Mynd - Keflvíkingar voru íslandsmeistarar í Futsal í fyrra.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				