Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 13. mars 2003 kl. 09:55

Úrslitafjörið hefst í kvöld

8-liða úrslit Intersport-deildarinnar í körfuknattleik hefjast í kvöld með tveimur leikjum. Þá mætast Grindavík og Hamar og KR og Njarðvík. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15 og má búast við mikilli spennu, sérstaklega milli KR og Njarðvíkur þar sem liðin hafa eldað grátt silfur saman undanfarin ár. Guðjón Skúlason fyrirliði Keflvíkinga reiknar með því að bæði Njarðvík og Grindavík komist áfram í 4-liða úrslit en Víkurfréttir fengu Guðjón til að spá í úrslitaspilin.UMFG-Hamar: 2-0
Grindvíkingar hafa meiri reynslu í svona rimmum. Hamar gæti strýtt þeim á heimavelli sínum en verða að eiga toppleik og nánast engin mistök í sínum leik. Veltur mikið á hvernig menn eru líkamlega tilbúnir hjá UMFG.

KR-UMFN:1-2
Njarðvík vinnur þessa rimmu, einfalt! Mér þykir KR hafa misst neistann undanfarið á meðan Njarðvík hefur fundið hann að nýju. Njarðvík hefur mikla reynslu í svona leikjum og ég tel þá hafa þetta enn eitt árið.

En hvernig eru Keflvíkingar undirbúnir fyrir úrslitin?
Við reynum að breyta sem minnst út af vananum, halda öllum á tánum og skoða hvernig við getum spilað best á móti ÍR. Engin umferð er auðveld, þeir koma tilbúnir til að fórna öllu til sigurs. Við verðum að vera tilbúnir og ekki leifa þeim að stjórna leikjunum.

Á ekki að hampa titlinum í ár?
Að sjálfsögðu er það alltaf stenan.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024