Úrslitaeinvígið hefst á morgun
Úrslitaeinvígi Grindavíkur og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik hefst á morgunm, miðvikudag, þegar liðin mætast í Röstinni kl. 19:15.
Grindavík hefur heimaleikjaréttinn í einvíginu. Leikur númer tvö í Garðabæ verður á föstudaginn og þriðji leikurinn í Grindavík næsta mánudag.
Ef til fjórða leiks kemur fer hann fram fimmtudaginn 25. apríl og ef til oddaleiks kemur verður hann sunnudaginn 28. apríl.