Úrslit ráðast hjá þremur flokkum um helgina
Það verður mikið um að vera hjá körfuboltaiðkendum um helgina. Það eru ekki aðeins leikmenn meistaraflokkanna sem leika stórleiki heldur ráðast úrslit í 7. flokki kvenna, minnibolta 11 ára drengja og minnibolta 10 ára stúlkna..
Úrslitamótið í 7. flokki stúlkna verður leikið í Keflavík. Liðin sem leika til úrslita þar eru Keflavík, Grindavík, KR, Njarðvík og Breiðablik.
Minnibolti 11 ára drengja verður í DHL-Höllinni. Þar munu KR, Haukar, ÍBV, Stjarnan og Grindvík kljást um Íslandsmeistaratitilinn.
Í Akademíunni í Keflavík verður úrslitamótið í minnibolta 10 ára stúlkna. Þar mætast, KR, Keflavík, Tindastóll og Njarðvík.