Úrslit kvöldsins: Sigur hjá Grindavík og Keflavík
Fjórir leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld. Grindavík gerði góða ferð í Seljaskóla og jafnaði metin við ÍR. Grindavík fór með 81-93 sigur af hólmi í leiknum.
Keflavík átti ekki í teljandi vandræðum með Hauka að Ásvöllum og nældu þeir sér í 25 stiga sigur 70-95.
Önnur úrslit kvöldsins:
Hamar/Selfoss 77-99 Skallagrímur
Þór Þorlákshöfn 89-87 Snæfell