Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Upphitun Sportmanna fyrir fyrsta heimaleik
Þriðjudagur 16. maí 2006 kl. 09:37

Upphitun Sportmanna fyrir fyrsta heimaleik

Sportmenn, hópur eldri leikmanna knattspyrnuliðs Keflavíkur og stjórnarmanna Keflavíkurliðsins, munu hittast í Holtaskóla næsta föstudag og hita upp fyrir fyrsta heimaleik Keflavíkur í Landsbankadeildinni á þessari leiktíð en Keflvíkingar taka þá á móti Víking.

Upphitunin verður í Holtaskóla og hefst dagskráin kl. 18 með ávarpi formanns Sportmanna en þar að auki verður leynigestur og Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, mun fara yfir bardagaáætlun dagsins.

Öllum sem tilheyra nefndum hópum er velkomið að gerast félagar í Sportmönnum. Nánari upplýsingar gefur Gísli M. Eyjólfsson, formaður Sportmanna, í síma 892 3888.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024