Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Upphitun fyrir undanúrslitin
Mánudagur 14. júlí 2014 kl. 09:58

Upphitun fyrir undanúrslitin

Keflvíkingar heimsækja Víkinga í kvöld

Keflvíkingar heimsækja Víkinga í 11. umferð og Pepsi-deildarinnar í dag, mánudaginn 14. júlí.  Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst kl. 19:15.  Fyrir leikinn eru liðin í 4.-5 sæti deildarinnar með 16 stig. Það verður því væntanlega hart barist í Víkinni en liðin eigast einnig við í undanúrslitum bikarkeppninnar í lok mánaðar. Með sigri geta Keflvíkingar jafnað KR-inga að stigum. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir viðureignir liðanna undanfarin ár en heimasíða Keflavíkur tók saman.

Efsta deild
Keflavík og Víkingur hafa leikið 42 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1970.  Keflavík hefur haft betur í viðureignum liðanna í gegnum árin og unnið 21 leik.  Víkingar hafa sigrað 14 sinnum en sjö sinnum hefur orðið jafntefli.  Markatalan er 66-52, Keflavík í vil.  Stærsti sigur Keflavíkur er 4-0 sigur árið 1979 en stærsti sigur Víkings var 3-0 sigur á Laugardalsvelli árið 1984.  Tveir af leikmönnum okkar í dag hafa skorað gegn Víkingum í efstu deild en Magnús Þorsteinsson og Jóhann Birnir Guðmundsson hafa gert eitt mark hvor.  Það er Ragnar Margeirsson sem hefur gert flest mörk fyrir Keflavík gegn Víking eða níu talsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

B-deild
Liðin léku saman í B-deildinni árið 2003 og gerðu þá jafntefli í báðum leikjunum, 1-1 og 0-0.

Bikarkeppnin
Liðin hafa leikið þrisvar í bikarkeppninni, árin 1975, 1981 og 2006.  Keflavík hefur unnið alla leikina og er með markatöluna 10-1.  Það styttist síðan í fjórða bikarleik liðanna en þau mætast í undanúrslitum keppninnar síðar í þessum mánuði.

Síðast
Liðin léku síðat bæði í efstu deild árið 2011.  Þá vann Keflavík fyrri leik liðanna á Nettóvellinum 2-1.  Guðjón Árni Antoníusson og Jóhann Birnir Guðmundsson gerðu mörk Keflavíkur en Viktor Jónsson skoraði fyrir Víkinga.  Víkingur vann síðan sinn heimaleik, einnig 2-1.  Þar skoraði Magnús Þorsteinsson fyrir Keflavík en Hörður Bjarnason og Björgólfur Takefusa fyrir Víkinga.

Bæði lið
Það hefur verið lítill samgangur milli Keflavíkur og Víkings í gegnum árin.  Þó hafa Magnús Þormar, Helgi Björgvinsson og Sigurgeir Kristjánsson leikið með báðum liðum.

Síðustu leikir
Úrslit í leikjum Víkings og Keflavíkur á heimavelli Víkinga hafa orðið þessi undanfarin ár:

2011  Víkingur - Keflavík  2-1  Magnús Þorsteinsson
2007 Víkingur - Keflavík 1-2  Þórarinn Kristjánsson og Guðmundur Steinarsson
2006 Víkingur - Keflavík 1-1  Guðmundur Steinarsson
2004  Víkingur - Keflavík 2-3  Þórarinn Kristjánsson 3
2003  (B-deild) Víkingur - Keflavík 1-1  Ólafur Ívar Jónsson
1999  Víkingur - Keflavík 2-1  Zoran Ljubicic
1993  Víkingur - Keflavík  0-1  Óli Þór Magnússon
1989   Víkingur - Keflavík  2-3  Óli Þór Magnússon 2 og Kjartan Einarsson
1988   Víkingur - Keflavík 3-1  Ragnar Margeirsson
1985   Víkingur - Keflavík 2-3  Ragnar Margeirsson 2 og Sigurður Björgvinsson