Upphitun fyrir undanúrslitin
Keflvíkingar heimsækja Víkinga í kvöld
Keflvíkingar heimsækja Víkinga í 11. umferð og Pepsi-deildarinnar í dag, mánudaginn 14. júlí. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst kl. 19:15. Fyrir leikinn eru liðin í 4.-5 sæti deildarinnar með 16 stig. Það verður því væntanlega hart barist í Víkinni en liðin eigast einnig við í undanúrslitum bikarkeppninnar í lok mánaðar. Með sigri geta Keflvíkingar jafnað KR-inga að stigum. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir viðureignir liðanna undanfarin ár en heimasíða Keflavíkur tók saman.
Efsta deild
Keflavík og Víkingur hafa leikið 42 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1970. Keflavík hefur haft betur í viðureignum liðanna í gegnum árin og unnið 21 leik. Víkingar hafa sigrað 14 sinnum en sjö sinnum hefur orðið jafntefli. Markatalan er 66-52, Keflavík í vil. Stærsti sigur Keflavíkur er 4-0 sigur árið 1979 en stærsti sigur Víkings var 3-0 sigur á Laugardalsvelli árið 1984. Tveir af leikmönnum okkar í dag hafa skorað gegn Víkingum í efstu deild en Magnús Þorsteinsson og Jóhann Birnir Guðmundsson hafa gert eitt mark hvor. Það er Ragnar Margeirsson sem hefur gert flest mörk fyrir Keflavík gegn Víking eða níu talsins.
B-deild
Liðin léku saman í B-deildinni árið 2003 og gerðu þá jafntefli í báðum leikjunum, 1-1 og 0-0.
Bikarkeppnin
Liðin hafa leikið þrisvar í bikarkeppninni, árin 1975, 1981 og 2006. Keflavík hefur unnið alla leikina og er með markatöluna 10-1. Það styttist síðan í fjórða bikarleik liðanna en þau mætast í undanúrslitum keppninnar síðar í þessum mánuði.
Síðast
Liðin léku síðat bæði í efstu deild árið 2011. Þá vann Keflavík fyrri leik liðanna á Nettóvellinum 2-1. Guðjón Árni Antoníusson og Jóhann Birnir Guðmundsson gerðu mörk Keflavíkur en Viktor Jónsson skoraði fyrir Víkinga. Víkingur vann síðan sinn heimaleik, einnig 2-1. Þar skoraði Magnús Þorsteinsson fyrir Keflavík en Hörður Bjarnason og Björgólfur Takefusa fyrir Víkinga.
Bæði lið
Það hefur verið lítill samgangur milli Keflavíkur og Víkings í gegnum árin. Þó hafa Magnús Þormar, Helgi Björgvinsson og Sigurgeir Kristjánsson leikið með báðum liðum.
Síðustu leikir
Úrslit í leikjum Víkings og Keflavíkur á heimavelli Víkinga hafa orðið þessi undanfarin ár:
2011 Víkingur - Keflavík 2-1 Magnús Þorsteinsson
2007 Víkingur - Keflavík 1-2 Þórarinn Kristjánsson og Guðmundur Steinarsson
2006 Víkingur - Keflavík 1-1 Guðmundur Steinarsson
2004 Víkingur - Keflavík 2-3 Þórarinn Kristjánsson 3
2003 (B-deild) Víkingur - Keflavík 1-1 Ólafur Ívar Jónsson
1999 Víkingur - Keflavík 2-1 Zoran Ljubicic
1993 Víkingur - Keflavík 0-1 Óli Þór Magnússon
1989 Víkingur - Keflavík 2-3 Óli Þór Magnússon 2 og Kjartan Einarsson
1988 Víkingur - Keflavík 3-1 Ragnar Margeirsson
1985 Víkingur - Keflavík 2-3 Ragnar Margeirsson 2 og Sigurður Björgvinsson