Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Upphafið að stórveldinu komin á DVD
Þriðjudagur 20. desember 2011 kl. 10:42

Upphafið að stórveldinu komin á DVD

Heimildarmyndin Upphafið að stórveldinu, sem fjallar um fyrsta Íslandsmeistaratitil körfuknattleiksliðs karla hjá Keflvíkingum er nú komin í sölu í verslun Nettó í Reykjanesbæ.

Myndin var gefin út á föstudaginn síðastliðinn og hentar hún svo sannarlega í jólapakkann fyrir körfuboltaáhugafólk. Viðtöl eru tekin við fyrrum leikmenn sem segja frá tímabilinu eftirminnilega árið 1989 og skemmtilegar myndir eru sýndar frá úrslitaeinvíginu gegn KR.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024