Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Uppgangur í jódó á svæðinu - Sjö keppendur á Íslandmótinu í gær
Sunnudagur 3. apríl 2011 kl. 11:26

Uppgangur í jódó á svæðinu - Sjö keppendur á Íslandmótinu í gær

Íslandsmótið í júdó fór fram í Laugardalshöll í gær. Suðurnesin áttu sína fulltrúa á mótinu en nýstofnuð júdódeild UMFN sendi fimm keppendur, auk þess sem Grindvíkingar sendu einn fulltrúa úr sínum herbúðum og Þróttur Vogum átti sömuleiðis einn fulltrúa. Keppt var í svokölluðum Seniora-flokki, en í honum eru keppendur frá 15 ára aldri og uppúr en okkar fólk komst ekki oft á verðlaunapall að sinni og einungis Guðjón Sveinsson úr Grindavík náði í silfur í -60 kg flokki.

Á dögunum náðu þó fjölmargir þátttakendur af svæðinu í verðlaun er glímt var í unglingaflokki undir 20 ára. Grindvíkingar eignuðust tvo Íslandmeistara á því móti, þá Reyni Berg Jónsson og Björn Lúkas Haraldsson. Grindvíkingar hrepptu einnig 7 silfur á mótinu. Tveir keppendur kepptu fyrir hönd UMFN og nældu þeir sér í brons og silfur. Grindvíkingar hafa um árabil verið með öflugt starf í júdóinu en gaman er að sjá að Njarðvíkingar eru að hasla sér völl á þessum vettvangi.

Víkurfréttir náðu tali af Sigurði Má Birnissyni sem keppti í gær í -81 kg flokki fyrir hönd UMFN og spurði hann út í uppganginn í íþóttinni á Suðurnesjum. Sigurður Már segir um 50 iðkendur mæta reglulega á æfingar hjá Njarðvík og að þeim fjölgi sífellt. Hann hvatti jafnframt fólk til að mæta að prófa. „Júdó er frábær æfing og ég hvet alla til að koma prófa, aldurstakmarkið til æfinga er 6 ára og er það frítt að æfa fyrst um sinn,“ sagði Sigurður Má Birnisson júdókappi að lokum.

VF-Mynd: Ungir Júdókappar úr Grindavík hafa verið sigursælir undanfarið

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024